Grums

Grums


Grums merkið var stofnað árið 2016 af þrem strákum frá Árhúsum þeim Mikkel, Rasmus og Simon. Þeir vildu koma með nýja sýn á snyrtivöru markaðinn með því að nota kaffikorg í öllum vörunum þeirra. Til að nýta afurð sem annars yrði hennt, kaffikorginn.
Í kaffikorg er yfir 90% af næringarefnum kaffisins enþá til staðar og tilvalið er að nýta þá afurð á góðan hátt. Einnig er kaffikorgur einn besti náttúrulegi skrúbbur sem hægt er að nota í húðvörur.
Þeir leggja áherslu á að nota hágæða hráefni í vörurnar sínar ásamt kaffikorginum. Vörurnar eru án ilmefna, ofnæmisvaka, parabena, micropalstic og litarefna. Þeir trúa því að húðvörur geta bæði verið hágæða vara og góð fyrir umhverfið.
Kaffikorgurinn er fenginn úr lífrænum kaffihúsum í Árhúsum.

Umbúðirnar á vörunum eru úr „Green plastic“. Búnar til úr PE- plasti - plöntu sykrum (plant based plastic) og 100% endurvinnanlegar. )

Grums er meðlimur „1% for the planet“ sem þýðir að þeir gefa 1% af ágóða sínum til góðgerðasamtaka umhverfismála til að hjálpa jörðinni.

Grums húðvörurnar eru Líkamsskrúbbur, Andlitsskrúbbur, Handaskrúbbur og Andlitsdropar. Einnig eru þeir með vörur úr Bambus sem er tannbursti og tannburstahólkur.

Vörurnar eru Green certified. Allar vörurnar frá þeim eru 100% vegan, nema face skrúbburinn er með bíflugnavaxi og er því eina varan sem er ekki vegan. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.